Fótbrotnaði í Reykjadal

Björgunarsveitir voru kallaðar út um hádegi í dag til að sækja konu sem fótbrotnað hafði í Reykjadal ofan við Hveragerði.

Sveitir frá Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Árborg fóru á staðinn, alls 25 manns.

Konan var staðsett nokkuð fyrir ofan heita lækinn í dalnum og því var sent lið bæði ofan af heiðinni og upp Rjúpnabrekkur neðst í dalnum.

Hún var flutt í sjúkrabíl sem ók henni á slysadeild.

Fyrri greinKöfunarslys í Silfru
Næsta greinÞór knúði fram sigur undir lokin