Fótbrotnaði við Landmannalaugar

Björgunarsveitir slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi eru nú að koma konu til aðstoðar sem fótbrotnaði á Vondugiljaaurum við Landmannalaugar.

Hálendisvakt björgunarsveitanna í Landmannalaugum er komin að konunni og er beðið eftir liðsauka þar sem um böruburð talsverða vegalengd gæti verið að ræða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Þá greinir Mbl.is frá því að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar sótti í dag fjög­urra mánaða gam­alt barn sem hafði brennst á heitu vatni í Þjórsár­dal. Barnið var flutt til aðhlynn­ing­ar á Land­spít­al­ann í Foss­vogi.

Fyrri greinEnn skelfur Kötluaskjan
Næsta grein„Lyftum hökunni upp og börðumst áfram“