Fótbrotnaði við Hrunalaug

Eldri kona fótbrotnaði við Hrunalaug í Hrunamannahreppi í morgun. Vettvangshjálparlið frá Björgunarfélaginu Eyvindi fór á vettvang og hlúði að konunni.

Konan, sem er þýskurferðamaður, hrasaði við laugina.

Sjúkrabíll var kallaður út frá Selfossi og aðstoðuðu björgunarfélagsmenn við að koma henni í sjúkrabílinn. Hún var síðan flutt á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar.

Fyrri greinSkar upp rabarbara
Næsta greinSelfoss semur líka við Martínez