Fótbrotnaði í Rjúpnabrekkum

Björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn komu göngumanni sem hafði til aðstoðar í gærkvöldi en hann fótbrotnaði í Rjúpnabrekkum fyrir ofan Hveragerði um klukkan 21.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi féll maðurinn með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Björgunarsveitir voru kallaðar út og var maðurinn fluttur að sjúkrabíl sem beið fyrir neðan brekkuna.

Gert var að meiðslum mannsins á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Fyrri greinPáskarnir útskýra ekki allt
Næsta greinHreinn úrslitaleikur framundan