Fótbrotnaði á Langjökli

Lögreglan á Selfossi fékk í gær upplýsingar um slys á Langjökli þar sem talið er að kona hafi fótbrotnað.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggja ekki enn fyrir nákvæmar upplýsingar um slysið annað en að sjúkrabifreið hafi verið send áleiðis vegna konu sem féll af vélsleða á jöklinum.

Grunur var um að konan hefði fótbrotnað en það hefur ekki enn fengist staðfest.

Lögreglan vinnur í að afla upplýsinga um slysið.