Fótbrotin kona í Reykjadal

Björgunarsveitir eru nú á leið inn í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði til að sækja fótbrotna konu.

Hjálparsveit skáta í Hveragerði, Björgunarfélag Árborgar og Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka senda mannskap upp í Reykjadal.

Konan er um einn og hálfan kílómeter frá bílastæðinu í Gufudal og ekki er vitað hversu slæm meiðsli hennar eru.