Fosstún fallegasta gatan

Fosstún á Selfossi var valin fallegasta gatan árið 2014 í Sveitarfélaginu Árborgar og hefur verið sett upp skilti til staðfestingar á því á ljósastaur í götunni.

Heildarmynd götunnar þykir mjög falleg og er húsum og görðum götunnar mjög vel við haldið.

Viðurkenningarskilti var afhjúpað í Fosstúni á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi um síðustu helgi.

Þá var JÁVERK á Selfossi valið snyrtilegasta fyrirtækið og garðurinn við Túngötu 57 á Eyrarbakka var valinn fallegasti garðurinn í sveitarfélaginu í ár.

Fyrri greinSækir aftur um leyfi fyrir vindmyllum
Næsta greinÓvissustig vegna Bárðarbungu