FOSS fer ekki í verkfall

Selfoss. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Samninganefnd stéttarfélaga starfsfólks sveitarfélaga utan Reykjavíkur undirritaði kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga rétt fyrir miðnætti í kvöld. 

Nær hann til bæjarstarfsmanna um land allt, nema í Reykjavík, og hefur því verkfalli verið aflýst. Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, FOSS, er því ekki á leiðinni í verkfall eins og boðað hafði verið.

FOSS staðfesti þetta á Facebooksíðu sinni kl. 0:37 í nótt.

Fyrri greinSvakalegur sigur í tvíframlengdum leik
Næsta greinByssusýningu Veiðisafnsins frestað