Fóru útaf slóðanum í Reykjadal

Tveir ís­lensk­ir göngu­menn báðu um aðstoð björg­un­ar­sveita um kvöld­mat­ar­leytið í gær­kvöldi. Höfðu menn­irn­ir týnt átt­um í Reykja­dal ofan Hvera­gerðis í hríðar­verði og farið út af göngu­slóðanum.

mbl.is greinir frá þessu.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn frá Hvera­gerði og Eyr­ar­bakka fóru á vett­vang. Göngu­menn­irn­ir fundu hins veg­ar slóðann aft­ur af sjálfs­dáðum og mættu björg­un­ar­sveitar­fólk­inu á leið sinni niður.

„Það gerðist hið klass­íska ís­lenska, það fór að ganga á með élj­um og menn­irn­ir töpuðu átt­um og voru komn­ir út fyr­ir slóðann og að klett­um,“ seg­ir Davíð Már Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir menn­ina svo hafa séð í stiku og fundið slóðann aft­ur í kjöl­farið.

Frétt mbl.is

Fyrri greinFærð spillist á fjallvegum eftir hádegi
Næsta greinHamar upp í 2. sætið