Fóru í heimsókn á lögreglustöðina

Nemendur úr 10. bekk Vallaskóla á Selfossi sem höfðu valið sér umferðarfræðslu komu í heimsókn á lögreglustöðina á Selfossi í dag.

Þar kynntu þeir sér lögreglubifreiðarnar og búnað þeirra.

Til viðbótar fengu krakkarnir fyrirlestur um löggæsluna en fyrst og fremst umferðina.