Forstöðumaður bílaleigu kærður

Um helgina fóru lögreglumenn frá Selfossi að Geysi til eftirlits með bílaleigubílum.

Allt var með felldu nema í einu tilviki þar sem ökumaður framvísaði leigusamningi á bifreiðina sem hann ók en sú bifreið var ekki skráð sem bílaleigubifreið og er það meint brot á lögum um bílaleigur.

Forstöðumaður bílaleigunnar verður kærður fyrir brotið.

Fyrri greinTveir hjólamenn á slysadeild
Næsta greinEldur í sinu og annar í rusli