Forstjóri Domino's skellti í pizzu

Fjöldi manns var viðstaddur formlega opnun Domino‘s Pizza á Selfossi í dag, en staðurinn er sá fimmtándi undir merkjum keðjunnar sem opnar á Íslandi.

Það var forstjóri Domino‘s, J. Patrick Doyle sem klippti á borðann í tilefni opnunarinnar en yfir níu þúsund Domion‘s staðir eru reknir undir því nafni í um sextíu löndum um heim allan.