Forsölu lýkur á laugardaginn

Nú styttist óðum í grill- og tónlistarhátíðina Kótelettuna sem haldin verður á Selfossi dagana 8.-10. júní og lýkur forsölu miða á miðnætti á laugardag.

Þetta er í þriðja skipti sem þessi hátíð er haldin og hefur henni verið vel tekið af bæjarbúum og gestum undanfarin tvö ár.

Þar koma fram Páll Óskar, Dúndurfréttir, Sálin hans Jóns míns, Björgvin Halldórsson og Ingó & Veðurguðirnir svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður barnadagskrá, markaðstorg og fleira.

Miðaverð í forsölu er 3.900 kr. og er hægt að kaupa miða í Höllabátum á Selfossi og á heimasíðu hátíðarinnar, kotelettan.is.

Þar er einnig hægt að nálgast nánari upplýsingar um hátíðina.

Fyrri greinTjaldsvæðisleyfið dregið til baka
Næsta greinSviðsmyndin skilin eftir