Forsetinn heimsækir FSu og fyrirtæki

Samtök iðnaðarins og forseti Íslands munu heimsækja Fjölbrautaskóla Suðurlands og fyrirtæki á Suðurlandi í dag.

Í heimsókninni í fjölbrautaskólann verður rætt við nemendur um tengsl náms og atvinnulífs, þau fjölbreyttu störf sem standa til boða í mismunandi greinum iðnaðar og skort á verk-, tækni- og iðnmenntuðu starfsfólki sem margar greinar glíma við.

Þá mun forsetinn og fulltrúar SI heimsækja röraverksmiðju Set, Flug- og herminjasafn Einars Elíassonar, MS á Selfossi og Kjörís í Hveragerði.