Forsetahjónin í sunnudagsbíltúr til Víkur

Eliza og Guðni fyrir utan Brydebúð ásamt Einar Frey Elínarsyni oddvita og Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra. Ljósmynd/Kötlusetur

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fóru í dag í „óvæntan“ sunnudagsbíltúr með börnunum sínum til Víkur í Mýrdal.

Þau þáðu kaffi og kökur á Halldórskaffi og skoðuðu sig um. Frá þessu er greint á Facebooksíðu Kötluseturs þar sem fram kemur á heimamönnum að þeim heyrðist forsetahjónin strax vera farin að skipuleggja næstu heimsókn, enda er Mýrdalurinn tilvalin dagsferð frá höfuðborgarsvæðinu.

Fyrri greinAllstórt snjóflóð við Veiðivötn
Næsta greinUmhverfisstefna Árborgar til kynningar