Forsetahjónin í opinbera heimsókn í Mýrdalshrepp

Vík í Mýrdal. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid munu fara í opinbera heimsókn í Mýrdalshrepp dagana 28.-29. mars næstkomandi.

„Það er stór viðburður að taka á móti forsetahjónunum og ég vona að allir leggist á eitt til þess að heimsókn þeirra verði ánægjuleg,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri.

Öllum íbúum er boðið í hátíðarkaffi í íþróttahúsinu miðvikudaginn 29. mars kl. 16:00. Veitingar verða í boði og forsetinn mun ávarpa samkomuna.

„Það væri gaman að sem flestir hefðu tök á að mæta og í því ljósi biðlum við til atvinnurekenda að leita leiða til að starfsfólk sem hefur áhuga eigi þess kost að mæta. Einnig langar mig að hvetja alla íbúa og fyrirtæki að huga eins og kostur er að fegrun umhverfisins fyrir heimsóknina svo að við getum stolt tekið á móti þjóðhöfðingjanum okkar,“ segir Einar Freyr ennfremur.

Fyrri grein„Röngu svörin ásækja mig“
Næsta greinSannfærandi sigur í lokaumferðinni