Forsætisráðherra heimsótti Ölfus

Ljósmynd/Stjórnarráðið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti í dag ýmis fyrirtæki í sveitarfélaginu Ölfusi og fundaði með fulltrúum bæjarstjórnar.

Fyrst var komið við hjá Algeainnovation en fyrirtækið er að hefja umhverfisvæna ræktun á smáþörungum með endunýttri orku frá Hellisheiðarvirkjun.

Ráðherra heimsótti einnig vatnsverksmiðju Icelandic Glacial og seiðaeldisstöð Laxa en fyrirtækið rekur tvær seiðaeldisstöðvar að Bakka og Fiskalóni í Ölfusi auk þess sem landstöð er starfrækt í Þorlákshöfn.

Loks var Hafnarnes Ver sótt heim en fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu á sæbjúgum og er dæmi um nýsköpun tengda sjávarútvegi. Öll sæbjúgnaframleiðslan er þurrkuð og send til Kína.

Forsætisráðherra fundaði einnig með fulltrúum bæjarstjórnar Ölfuss þar sem farið var yfir málefni sveitarfélagsins og tækifærin sem felast í matvælaframleiðslu og umhverfismálum.

Fyrri greinHellisheiðin lokuð til vesturs
Næsta greinNýtt hjúkrunarheimili á Selfossi boðið út í næstu viku