Fornbíla-landsmótinu á Selfossi aflýst

Árlegu landsmóti Fornbílaklúbbs Íslands sem halda átti á Selfossi um helgina hefur verið aflýst. Fornbílamenn halda þess í stað Minna-Landsmót á Borg í Grímsnesi.

Að sögn forsvarsmanna Fornbílaklúbbsins vildu nýir rekstraraðilar Gesthúsa á Selfossi gera breytingar á sýningarsvæðinu á síðustu stundu. Það olli ágreiningi sem varð til þess að stjórnendur mótsins ákváðu að blása það af.

Fornbílaklúbburinn mun þess í stað hittast á tjaldstæðinu á Borg í Grímsnesi um helgina og þar sem fyrirvarinn er skammur verður minna um dýrðir en áður var ætlað.

Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands hefur verið haldið á Selfossi árlega frá árinu 2004.

Fyrri greinGarðar ráðinn verkefnastjóri unglingalandsmótsins
Næsta grein„Ánægður með stigið“