Fórnarlamba umferðarslysa minnst um allt land

Ljósmynd/Landsbjörg

Í dag er alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa og af því tilefni voru haldnar minningarstundir um allt land. Í ár var sérstök áhersla lögð á fyrstu viðbrögð á slysstað og neyðarhjálp.

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin við hús Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli þar sem viðbragðsaðilar hittust og minntust fórnarlamba umferðarslysa með einnar mínútu þögn.

Það sama gerðu viðbragðsaðilar í Árnessýslu sem héldu minningarstund við Þingborg og á Kirkjubæjarklaustri var haldin bænastund í kapellunni þar sem hluti viðbragðsaðila í Skaftárhreppi mætti.

Fyrri greinNaumt tap í toppbaráttunni
Næsta greinDavíð ráðinn verkefnastjóri