Formlegri leit í Þykkvabæjarfjöru hætt

Formlegri leit að Renars Mezgalis í Þykkvabæjarfjöru hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað frá því bifreið hans fannst flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru þann 16. desember.

Talið er að Renars hafi lent í sjónum þar og sé látinn. Hann var fæddur 11. júlí árið 2000 og var ókvæntur og barnlaus.

Björgunarsveitir hafa undanfarna daga leitað ströndina allt frá Þorlákshöfn og austur um, ásamt því að áhafnir þyrlu Landhelgisgæslu hafa leitað úr lofti og nú síðast í dag frá Knarrarósvita að Hjörleifshöfða en án árangurs.

Áformað er að farnar verði eftirlitsferðir á leitarsvæðinu eftir því sem veðurfarslegar aðstæður og snjóalög leyfa á næstunni.

Renars Mezgalis.

Móðir Renars og systkini hans eru búsett í Árnesi. Hrunaprestakall stofnaði söfnunarreikning fyrir fjölskylduna nú á aðventunni og vörslumaður hans er sr. Óskar í Hruna. Númerið á söfnunarreikningnum er 0586-26-1796 og kt. 240373-4679.

Fyrri greinSvakalegt snjómagn við ströndina – Íbúar mokaðir út
Næsta greinSigþrúður Birta ráðin deildarstjóri velferðarþjónustu