Foreldrar sýndu snör og góð viðbrögð

„Þessi dagur breyttist úr rólegum venjulegum leikskóladegi í mjög óvenjulegan,“ segir Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Jötunheimum á Selfossi.

„Við sáum út um gluggann í hádeginu að einhvers staðar var kviknað í og kolsvartan reykinn lagði sem betur fer ekki yfir okkur en við fórum samt að fylgjast með. Hingað komu menn og slökktu á loftræstikerfinu og aðeins seinna kom lögreglan og bað okkur að vera í viðbragðsstöðu því spáð var að vindátt breyttist á næsta klukkutíma og þá yrði húsið rýmt og við send á öruggan stað,“ segir Kristín.

Við lögðum á ráðin og ákváðum að hringja í fólk og biðja þá sem mögulega gætu að sækja börnin. Það endaði á því að flestir voru farnir úr húsi um klukkan hálf fjögur. Við viljum þakka foreldrum og forráðamönnum snör og góð viðbrögð sem eru ómetanleg undir svona kringumstæðum.“