Foreldrar beðnir um að sækja leikskólabörn fyrr

Það fer nú að verða verra ferðaveðrið. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í ljósi slæmrar veðurspár og appelsínugulrar viðvörunar er mælst til þess að foreldrar barna í leikskólum og á frístundaheimilum Árborgar sæki börn sín eigi síðar en kl. 14:30 í dag.

Íþróttamannvirki verða þó opin en foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá þjálfurum.

Frístundaakstur milli Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss hættir kl. 15 en reynt verður að halda frístundaakstri innan Selfoss samkvæmt áætlun.

Vegna slæmrar veðurspár fellur öll kennsla niður í Tónlistarskóla Árnesinga frá kl. 15:00  í dag.

UPPFÆRT 12:31

Fyrri greinUppfært í appelsínugula viðvörun
Næsta greinSlysaskot í Rangárþingi