Foreldrafélagið kom færandi hendi

Drífa Pálín Geirsdóttir, gjaldkeri foreldrafélagsins, Ragna Berg Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri, Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri og Rakel Ýr Gunnlaugsdóttir ritari foreldrafélagsins. Ljósmynd/Aðsend

Foreldrafélag Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri færði skólanum spil að andvirði 40 þúsund krónur við skólaslit skólans í gærmorgun.

Í tilkynningu frá skólanum segir að það sé honum mikils virði að hafa öflugt foreldrafélag sem lætur sér málefni skólans varða og sýnir velvilja í verki.

Starfsfólk og nemendur BES færa foreldrafélaginu þakkir fyrir frábæra gjöf sem á eftir að koma að góðum notum.

Fyrri greinMinningarorð um Árna Johnsen
Næsta greinJafntefli í roki og rigningu