Fór útaf á Hellisheiði

Fólksbíll ók út af veginum yfir Hellisheiði um klukkan hálf tvö í nótt. Ökumaður var einn í bílnum og meiddist ekki.

Mikið slabb var á veginum og vond færð. Bíllinn var ekki á mikilli ferð en ökumaðurinn missti stjórn á honum þegar bíllinn flaut upp í slabbinu.

Bíllinn endaði langt utan vegar en hélst á hjólunum og valt ekki.