Fór úr axlarlið í flúðasiglingu

Um miðjan dag á sunnudag varð óhapp við flúðasiglingar á Hvítá við Drumboddsstaði þegar erlendur ferðamaður fór úr axlarlið eftir að bát hans hvolfdi.

Viðkomandi upplýsti lögreglu um að öxlin hefði áður gefið sig og væri því viðkvæmari fyrir.

Sjúkraflutningamenn og læknir komu á vettvang og var viðkomandi fluttur á sjúkrahús á Selfossi til aðhlynningar.

Fyrri greinAndrea Vigdís og Teitur Örn með bestu tímana
Næsta greinNefhjóli og olíu stolið