Fór nokkrar veltur í Kömbunum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður fólksbíls var fluttur á Landspítalann í Fossvogi eftir bílveltu efst í Kömbunum seint í gærkvöldi.

Tilkynning um slysið barst klukkan 23:57 og fóru viðbragðsaðilar frá Selfossi á vettvang ásamt tækjabíl frá Brunavörnum Árnessýslu í Hveragerði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang og þurftu slökkviliðsmenn að beita klippum til þess að ná honum út úr bílnum.

Lögreglan rannsakar tildrög slyssins en bíllinn fór nokkrar veltur og er stórskemmdur.

Fyrri greinSagði bara „thank you“ við Kevin Bacon
Næsta greinKæru íbúar Flóahrepps