Fór húsavilt á Selfossi

Karlmaður var handtekinn á Selfossi snemma í morgunn eftir að hafa reynt að fara inn í hús á Selfossi. Í ljós kom að maðurinn, sem var drukkinn, fór húsavilt.

Maðurinn reyndi að komast inn í húsið, bankaði á hurðar þess og var með læti þannig að húsráðendur þurftu að hringja á lögregluna.

Lögreglan bauðst til þess að koma manninum í rétt hús, en það endaði með því að hann fékk að sofa úr á lögreglustöðinni á Selfossi