Fór betur en á horfðist

Mildi var að ekki fór verr þegar jepplingur og fólksbíll lentu í árekstri á Suðurlandsvegi vestan við Þjórsárbrú um klukkan tíu í morgun.

Ökumaður fólksbíls sem var að koma austan að sofnaði undir stýri og ók yfir á öfugan vegarhelming. Þar lenti hann utan í bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Í þeim bíl var kona með tveggja mánaða barn og voru þau flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg.

Bílarnir voru báðir fluttir af vettvangi með dráttarbíl.

Fyrri greinSafnahelgi lauk með leiksýningum
Næsta greinHundur olli usla í hænsnakofa