Forðuðu logandi grilli frá húsinu

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Laugarvatni voru um klukkan 19 á laugardagskvöld kallaðir að sumarbústað í landi Hallkelshóla í Grímsnesi þar sem eldur kom upp í gasgrilli.

Húsráðendum tókst að koma logandi grillinu frá húsinu svo ekkert tjón varð á því en grillið eyðilagðist og pallur sviðnaði lítillega.