Fólskuleg árás við Hvítahúsið

Fjórir menn réðust á mann fyrir utan skemmtistaðinn Hvítahúsið við Hrísmýri á Selfossi eftir að dansleik lauk þar aðfaranótt laugardags.

Árásarþolinn, sem er Spánverji, olnbogabrotnaði í árásinni. Hann missti einnig veski sitt og einn fjórmenningana hirti það. Í veskinu var greiðslukort, ökuskírteini og dvalarleyfi mannsins.

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem voru vitni að þessari fólskulegu árás eða hafa einhverja vitneskju um hana að gefa sig fram í síma 480 1010.