Fólksfjöldi á fornbílasýningu

Mikil umferð hefur verið á Selfossi í dag og fjölmargir gestir hafa skoðað bílasýninguna á Landsmóti Fornbílaklúbbsins.

Um 100 bílar af öllum stærðum og gerðum frá ýmsum tímabilum á síðustu öld eru til sýnis á bílasýningunni sem stendur til kl. 18 í dag.

Morgundagurinn er síðan tileinkaður bíladellu Selfyssinga en fyrsti Delludagurinn verður settur á miðnætti í kvöld í Hvítahúsinu. Eftir hádegi á morgun verður m.a. boðið upp á drulluspyrnu og keppni í reykspóli auk bílasýninga og krakkadagskrár.