Fólksbíll eyðilagðist í eldi

Á tíunda tímanum í gærkvöldi kom upp eldur í fólksbíl sem ekið var til vesturs eftir Suðurlandsvegi í Svínahrauni.

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu fór frá Hveragerði og réði niðurlögum eldsins.

Ökumaðurinn stöðvaði bílinn um leið og hann varð eldsins var og sluppu hann og heilir út úr bílnum. Bíllinn er ónýtur eftir brunann.

Lítilsháttar umferðartafir urðu á meðan slökkvistarf stóð.

Fyrri greinDýrbítur svæfður á Skeiðunum
Næsta greinÞórsarar drógu sig úr Lengjubikarnum