Fólksbíll eyðilagðist í eldi

Fólksbíll sem stóð á bílastæði við heimili í Klettahlíð í Hveragerði eyðilagðist í eldi skömmu eftir miðnætti í nótt.

Slökkviliðið í Hveragerði fékk boð um eldinn kl. 0:22 og þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn nokkrum mínútum síðar var bifreiðin alelda.

Slökkvistarf gekk greiðlega en bifreiðin er ónýt. Þá urðu skemmdir á langferðabíl sem stóð við hlið bifreiðarinnar.

Eldsupptök eru ókunn.