Fólksbíll brann til kaldra kola

Í morgun kom upp eldur í fólksbíl sem ekið var um Þjórsárdalsveg. Bíllinn brann til kaldra kola.

Útkallið barst Brunavörnum Árnessýslu kl. 8:21 í morgun og var bíllinn þá nálægt Búrfellsvirkjun. Einn var í bílnum og slapp hann ómeiddur.

Lögreglumenn eru enn á vettvangi og hafði lögreglan ekki nánari upplýsingar um málið.

Sl. fimmtudag var lögregla kölluð að húsi á Stokkseyri. Þar hafði kviknað eldur í rafmagnshitateppi í stól og réði húsráðandi niðurlögum eldsins með því að bera stólinn með öllu saman út. Maðurinn brenndist lítillega á annarri hendi við þetta.