Fólki bjargað úr þremur rútum á Skeiðarársandi

Björgunarsveitirnar Kári í Öræfum og Kyndill á Kirkjubæjarklaustri hafa verið kallaðar út til aðstoðar ferðafólki er lenti í vandræðum við Sandfell á leið sinni frá Jökulsárlóni.

Fólkið var á ferð í þremur rútum og brotnuðu rúður í þeim öllum við mikið sandfok á Skeiðarársandi.

Björgunarsveitin Kári býr yfir brynvörðum bíl sem verður notaður til að ferja fólkið að Núpsstað þar sem Björgunarsveitin Kyndill tekur við því og kemur á Kirkjubæjarklaustur.

Ekkert ferðaveður er nú á Skeiðarársandi og fólki ráðlagt frá því að aka þá leið.

Fyrri greinSegja yfirlýsingar Íbúðalánasjóðs ekki hafa staðist
Næsta greinFærðu Heklu Björgu, Alex Erni og fjölskyldum þeirra góðar gjafir