Fólkið sem lenti í Villingavatni látið

Tilraunir til endurlífgunar karls og konu á fimmtugsaldri sem bjargað var úr Villingavatni í Grafningi í gær báru ekki árangur og voru þau úrskurðuð látin á sjúkrahúsi í Reykjavík í gærkvöldi.

Fólkið er frá Bandaríkjunum og að ósk aðstandenda verða nöfn þeirra ekki birt.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu annast rannsókn slyssins.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi er öllum þeim sem að málinu komu þakkað af einlægni fyrir þeirra.

Fyrri grein„Hlakka til að þjónusta viðskiptavini á Suðurlandi og víðar“
Næsta greinSamið um starfslok Þorkels