Fólkið fannst í Emstruskála

Franska parið sem leitað hefur verið að síðan í gærkvöld, fannst um klukkan átta í morgun í Emstruskála á Laugaveginum.

Ekkert amaði að fólkinu og hefur öllum leitarhópum verið snúið til baka.

Eftirgrennslan hófst fyrir miðnætti og í nótt sendi Landsbjörg út tilkynningu um að leit að göngukonu hæfist í birtingu. Lögreglan á Suðurlandi upplýsti svo í morgun að verið væri að leita að tveimur aðilum, karli og konu. Þau skildu eftir sig ferðaplan hjá Safe travel og áætluðu að koma í Bása síðastliðið sunnudagskvöld. Þau höfðu ekki fylgt ferðaplaninu og ekki látið vita af sér og því hófst leit.

Lögreglan vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem komu að leitinni.

Fyrri greinLeit hefst í birtingu
Næsta greinSelfyssingar fá McIntosh