Fólkið er fundið

Parið sem björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leitaði að í kvöld við sunnanverðan Langjökul fannst upp úr klukkan hálf níu í kvöld.

Þau eru bæði heil á húfi en voru orðin köld þegar björgunarsveitafólk fann þau skammt frá Skálpanesi. Þau voru flutt inn í hlýjan björgunarsveitabíl þar sem heitir drykkir biðu þeirra.

Fólkið var í skipulagðri vélsleðaferð sem lagði upp frá skála við Geldingafell þaðan að jökulsporðinum norðan Skálpaness. Þar var snúið við en á bakaleiðinni skall á vonskuveður og fólkið varð viðskila við hópinn en hélt kyrru fyrir eftir að þau áttuðu sig á því að þau væru villt.

Alls tóku um 180 manns þátt aðgerðinni, frá björgunarsveitum á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.