Fólk í sjálfheldu í Reynisfjöru

Í Reynisfjöru. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Síðdegis í dag var óskað eftir aðstoð björgunarsveita vegna ferðamanna sem voru í sjálfheldu í hömrunum ofan Reynisfjöru.

Mikið og þungt brim var í fjörunni og erfitt fyrir björgunarmenn að athafna sig.

Leitað var eftir aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar sem síðar var afturkölluð því fólkið komst niður heilt á húfi.