Fólk í sjálfheldu í Klifurárgili

Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Björgunarsveitir af öllu Suðurlandi voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna fólks sem var í sjálfheldu í Klifurárgili, sunnan Mýrdalsjökuls.

RÚV greinir frá þessu.

Neyðarkall barst rétt fyrir klukkan sex. Fólkið hafði lent í svartaþoku, en slæmt símasamband var á svæðinu og því gekk illa að staðsetja fólkið. Þegar þokunni létti náði fólkið að færa sig til og komast í betra símasamband, en aukinn mannskapur var kallaður út þar sem óttast var að ekki væri hægt að finna fólkið fyrir myrkur.

Frétt RÚV

Fyrri greinHlaut milljón króna styrk úr Hvatningarsjóði kennaranema
Næsta greinBarbára Sól í liði ársins