Fólk beðið um að upplýsa ferðamenn um veðurspána

Veðrið verður sæmilegt í fyrramálið en snarversnar þegar líður á daginn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi biður starfsfólk í ferðaþjónustu um að vera duglegt að upplýsa gesti sína um veðurspá morgundagsins og hvetja þá til að fylgjast vel með eða haga ferðaplönum sínum í samræmi við spána.

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs þegar kemur fram á morgundaginn en lögreglan býst við því að fjöldi ferðamanna fari af stað í fyrramálið í sæmilegu veðri en sitji uppi með að komast ekki heim að kvöldi.

Búist er við hvössum vindi og snjókomu og hefur Vegagerðin varað við því að færð muni spillast.

Fyrri greinAppelsínugul viðvörun: Ekkert ferðaveður og hætta á foktjóni
Næsta greinSelfoss fær nýjan markvörð