Földu fíkniefni í nærbuxunum

Fíkniefnahundurinn Buster þefaði uppi lítilræði af fíkniefnum sem tveir einstaklingar höfðu falið í nærbuxunum sínum í gærkvöldi.

Lögreglan á Selfossi stöðvaði bifreið við hefðbundið umferðareftirlit rétt fyrir miðnætti í gær og vaknaði þá grunur um að tveir einstaklingar sem í bílnum voru væru með fíkniefni á sér.

Buster var því fenginn til leitar og hann hafði ekki þefað lengi þegar hann fann fíkniefni falin í nærbuxum þeirra.

Frekari leit var gerð á lögreglustöð en þeim var síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu.