Fögrusteinar buðu lægst í Langholtsveg

Langholtsvegur. sunnlenska.is/Sigurdór Karlsson

Fögrusteinar ehf í Birtingaholti buðu lægst í endurbyggingu 2,7 km kafla á Langholtsvegi í Hrunamannahreppi sem vinna á að í sumar.

Tilboð í verkið voru opnuð í dag og hljóðaði tilboð Fögrusteina upp á 84,3 milljónir króna. Öll tilboðin sem bárust voru yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem er 83,9 milljónir króna.

Sex aðrir sunnlenskir verktakar buðu í verkið. Suðurtak ehf bauð 95,6 milljónir króna, Árni ehf í Galtafelli 97 milljónir, Þjótandi ehf 97,6 milljónir, Steypudrangur ehf í Vík 101,7 milljónir, Verk og tækni ehf á Selfossi 107,3 milljónir og vörubílstjórafélagið Mjölnir 113 milljónir króna.

Um er að ræða endurbyggingu 2,7 km Langholtsvegar og Auðsholtsvegar, frá Heiðarbyggð að Syðra-Langholti.

Verkinu á að vera lokið þann 1. september næstkomandi. Það eru hæg heimatökin því höfuðstöðvar Fögrusteina eru um það bil 3 kílómetra frá vinnusvæðinu.

Fyrri greinÖkumanni gert að binda heyrúllu
Næsta greinÁ meiri ferðinni á Suðurstrandarvegi