Fögrusteinar buðu lægst í Borgarrima

Ljósmynd/Bláskógabyggð

Fögrusteinar ehf í Hrunamannahreppi áttu lægsta tilboðið í þriðja áfanga Borgarrima en um er að ræða gatnagerð í nýju íbúðahverfi í Reykholti í Biskupstungum.

Tilboð Fögrusteina hljóðaði upp á 65,6 milljónir króna og nam það 89% af kostnaðaráætlun Bláskógabyggðar, sem er 73,4 milljónir króna. Átta aðrir verktakar sendu inn tilboð í verkið.

Um er að ræða jarðvegsskipti á götustæðum, lagningu styrktarlags, leggja vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu, reisa ljósastaura og ljósastaurastreng og aðstoða við lagningu annarra veitulagna.

Verkinu á að vera lokið í síðasta lagi þann 1. október næstkomandi.

Ljósmynd/Bláskógabyggð
Fyrri greinMeðaltalsfasteignamat þriðja hæst á Suðurlandi
Næsta greinBergrós krýnd drottningin á Mallorca