Fóðurráðgjöf og fróðleikur á opnu húsi

Það var góð stemmning og fín mæting á opið hús hjá Fóðurblöndunni á Selfossi í kvöld. Þar voru ýmiskonar vörukynningar en uppákoman verður endurtekin á morgun, fimmtudag, í FB á Hvolsvelli.

Að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Fóðurblöndunnar, er þetta í fjórða sinn sem Fóðurblandan býður til opins húss og hafa þessar uppákomur gefist vel. Þarna gefst bændum og búaliði tækifæri til að kynna sér sérstaklega vörur sem fóðurblandan framleiðir og flytur inn auk þess sem góður afsláttur er á mörgum vörum í versluninni.

Í kvöld var meðal annars veitt fóðurráðgjöf og kynntur umhverfisvænn undirburður. Einnig var kynning á rekstrarvörum og bætiefnum fyrir búfé og kostaboð á mjaltakrossum og sápu, svo eitthvað sé nefnt.

Fyrri greinHamar skellti Grindavík á útivelli
Næsta greinSunnlenskir keppendur stóðu sig frábærlega