Fóðurstöðin byggir til framtíðar

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Fóðurstöðvar Suðurlands í Heiðargerði í Flóahreppi. Byggingun mun hýsa starfsemi Fóðurstöðvarinnar til framtíðar.

Það var Bjarni Stefánsson, stjórnarformaður Fóðurstöðvarinnar, sem tók fyrstu skóflustunguna, áður en jarðvinnuvélar tóku til starfa. Alls er um að ræða 500 fermetra byggingu, byrjað verður á að reisa frystigeymslur og tæknirými og á að ljúka því verki í vor en framhaldið verður síðan tekið í áföngum.

Alls verður byggingin um 500 fermetrar og heildarkostnaður við verkið er í kringum 100 milljónir króna.

Fyrri greinGunni Egils gefur ekki kost á sér
Næsta greinSjö fengu 100 þúsund króna styrk