Flytja strætóskýli frá Sunnulæk

Framkvæmda- og veitustjórn Árborgar hefur að undanförnu fjallað um skort á strætóskýlum í sveitarfélaginu.

Nú hefur tækni- og veitustjóra verið falið að láta færa annað biðskýlið sem stendur við Sunnulækjarskóla og koma því upp við Austurveg í samráði við byggingaryfirvöld og lóðarhafa.

Í framhaldinu mun stjórnin vinna þarfagreiningu á framtíðarþörf fyrir biðskýli í sveitarfélaginu og verður tekið tillit til þess kostnaðar við fjárhagsáætlunargerð ársins 2013.