Fluttur með þyrlu eftir vélsleðaslys

Frá björgunaraðgerðunum í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Um klukkan 12:30 í dag voru björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu kallaðar út vegna vélsleðaslyss á Hamragarðaheiði. Skömmu síðar var óskað eftir þyrlu frá Landhelgisgæslu.

Þarna var á ferðinni hópur fólks og einn ferðalanganna velti sleða sínum og virðist hafa orðið undir honum. Óttast var að viðkomandi væri fótbrotinn.

Talsverður skafrenningur var á slysstað og var hinn slasaði fluttur með björgunarsveitarbíl neðar í heiðina þar sem þyrlan gat lent vandræðalaust.

Þyrla var lent á heiðinni rétt fyrir klukkan 14 og flutti hinn slasaða á slysadeild Landspítalans.

Fyrri greinSamkaup, Heimkaup og Orkan ræða sameiningu
Næsta greinFSu úr leik í Gettu betur