Fluttur með þyrlu eftir fall í Brúará

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ein­stak­ling­ur var flutt­ur á sjúkrahús með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar eft­ir að hafa fallið af göngubrú yfir í Brúará í Biskupstungum í gær.

Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Gunn­ari Erni Arn­ar­syni, full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar, að björg­un­ar­sveit­ar­menn hafi verið fyrstir á vett­vang en þyrlan hafi síðan verið kölluð út til að flytja hinn slasaða á sjúkra­hús.

Gunnar seg­ir líðan ein­stak­lings­ins eft­ir at­vik­um.

Fyrri greinListahátíðin „Dálítill sjór“ á Eyrarbakka
Næsta greinKaflaskiptir hálfleikar að Hrafnagili