Fluttur með þyrlu á sjúkrahús

Ferðamaðurinn sem slasaðist í Reykjadal í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF á sjúkrahús. Maðurinn var með opið fótbrot.

Maðurinn var á göngu í Reykjadal og rann til á sleipum steini. Um 1-2 klukkutíma ganga er að slysstað og yfir erfitt land að fara.

Því var ákveðið að kalla til þyrlu til að koma manninum sem fyrst undir læknishendur frekar en að láta björgunarsveitarmenn bera hann til byggða.

Fyrri greinHelst hreyfing á íbúðum og sumarbústöðum
Næsta greinAldraðir fluttir langt frá heimilum sínum